27.5.2019 | Hreyfivika UMFÍ 27.maí – 2.júní – Viðburðir í Árborg

Forsíða » Fréttir » Hreyfivika UMFÍ 27.maí – 2.júní – Viðburðir í Árborg

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í Hreyfivikunni eða MOVE WEEK dagana 27.maí – 2.júní 2019 og eru íbúar hvattir til aukinnar hreyfingar og útivistar þessa vikuna. Eftirfarandi viðburðir eru í gangi í vikunni:

Þriðjudaginn 28.maí kl. 16:45 fer gönguhópur um Fuglafriðlandi í Flóa við Eyrarbakka. Þetta er þægileg ganga sem hentar jafnt fullorðnum sem börnum. Gott að koma vel skóaður þar sem blautt getur verið á svæðinu. Hópurinn hittist kl. 16:30 við Ráðhús Árborgar þar sem hægt er að sameina í bíla en einnig er hægt að hitta hópinn á planinu í fuglafriðlandinu. 

Frískir flóamenn hlaupa frá Sundhöll Selfoss í hreyfivikunni er farið þri. 28.maí kl. 17:15 og fim. 30.maí kl. 8:30 (uppstigningardagur). Nýliðar sérstaklega velkomnir í hópinn og mæta bara við Sundhöllina. Ekkert mál að byrja.

Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir vikulegum gönguferðum í nágrenni Selfoss. Farið er á miðvikudögum kl. 20:00 frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og eru allir velkomnir. Auðveldar og skemmtilegar gönguferðir. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins www.ffar.is.   

Íbúar eru hvattir til að huga vel að heilsunni þessa viku sem aðrar og um að gera að leggja bílnum eins og hægt er þessa vikuna og nýta t.d. hjólið í veðurblíðunni.

Sundlaug Stokkseyrar er opin alla vikuna samkvæmt opnunartíma og Sundhöll Selfoss opnar aftur eftir viðhaldslokun fös. 31.maí kl. 6:30.

Fylgist nánar með á www.arborg.is og á facebook ásamt heimasíðu Hreyfivikunnar http://iceland.moveweek.eu/.