27.2.2019 | Hugsum áður en við hendum – Breytingar á sorphirðu í Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Hugsum áður en við hendum – Breytingar á sorphirðu í Árborg

image_pdfimage_print

Hugsum áður en við hendum – Breytingar á sorphirðu í Árborg- sjá skjal. 

Flokkun í bláu tunnuna
Bláa tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilisúrgang.
Dæmi: Bylgjupappi, dagblöð og tímarit, fernur, plastum búðir, sprittkertakoppar og niðursuðudósir.
Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt leiðbeiningum, annars er hætt við að hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun. ATH! Innihald bláu tunnunnar er ekki rusl. Hreinsa þarf plastumbúðir og skola fernur.
Frauðplast á ekki að fara í bláu tunnuna.

Flokkun í brúnu tunnuna
Brúna tunnan er fyrir lífrænan eldhúsúrgang og í hana mega fara allir matarafgangar sem falla til á heimilinu.
Dæmi um lífrænan úrgang frá heimilum er afskurður af ávöxtum, eldaðir kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur, tannstönglar, tepokar. Stór bein eiga ekki að fara í brúnu tunnuna þar sem niðurbrot þeirra er afar hægt.
Mikilvægt er að nota maíspoka í lífræna ílátið þar sem plastpokar brotna ekki niður í jarðgerðinni.

Lífrænt heimilissorp
Í brúnu tunnuna fara m.a. allir matarafgangar, plöntur o.fl. lífrænt sem fellur til á heimilinu.
Nauðsynlegt er að setja lífrænan úrgang í jarðgerðarpoka (maíspokann) áður en hann er settur í tunnuna

Flokkun í gráu tunnuna
Í gráu tunnuna fer úrgangur sem ekki hefur skilgreindan endurvinnsluferil.
Dæmi: Bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), óhreinar umbúðir, stór bein o.fl.
Æskilegt er að gler sé flokkað og skilað á gámasvæði.

Breytingarnar taka gildi í byrjun mars 2019 en þá verður brúnu tunnunni dreift á heimili Árborgar.