13.2.2014 | Hundasleppisvæði í Árborg

Forsíða » Fréttir » Hundasleppisvæði í Árborg

image_pdfimage_print

Lokið hefur verið við gerð hundasleppisvæðis í Sveitarfélaginu Árborg. Svæðið er sunnan við Suðurhóla á Selfossi, austan Lækjamótavegar, þangað geta hundaeigendur farið með hunda sína til að viðra þá á afgirtu svæði. Staðsetning var ákveðin í samráði við stjórn Taums, hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg. Er það von sveitarfélagsins að svæðið nýtist hundaeigendum vel og að jafnframt dragi úr því að hundar séu látnir hlaupa lausir á víðavangi.