22.5.2017 | „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

Forsíða » Fréttir » „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

image_pdfimage_print

Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu.
Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:
Ölfus – Versalir í Ráðhúsi Ölfuss  – miðvikudaginn 7. júní kl. 19:30 Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí kl. 19:30 grímsnes- og grafningshreppur – Borg í Grímsnesi – mánudaginn 22. maí kl. 19:30 Árborg – Hótel Selfoss – þriðjudaginn 23. maí kl. 19:30 hrunamannahreppur – félagsheimili Hrunamanna – mánudaginn 29. maí kl. 20:00 hveragerðisbær – Grunnskóli Hveragerðis – þriðjudaginn 30. maí kl. 19:30 Skeiða- og gnúpverjahreppur – Árnes – miðvikudaginn 31. maí kl. 19:30 Flóahreppur – Þingborg – fimmtudaginn 1. júní kl. 19:30 Hver fundur stendur yfir í um 2 klukkustundir.
Dagskrá íbúafundanna er svohljóðandi: 1. Stutt ávarp fulltrúa viðkomandi sveitarfélags um ástæður þess að farið er í þessa vinnu. 2. Kynning á sviðsmyndum um framtíð sveitarfélaganna. 3. Yfirferð með íbúum um framtíðaráherslur þeirra. Sveitarstjórnir í Árnessýslu hvetja alla íbúa til að mæta á þessa íbúafundi og að kynna sér sviðsmyndir um framtíð sveitarfélaganna. Þarna er einnig mikilvægt tækifæri fyrir íbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Fundirnir eru öllum opnir og komist íbúar ekki til fundar á auglýstum fundartíma í þeirra sveitarfélagi er þeim frjálst að mæta á einhvern hinna fundanna.  Sjá auglýsingu á pdf