Auðlindin, atvinnu- og virknilausn
Auðlindin, er skapandi atvinnu- og virknilausn á vegum félagsþjónustu Árborgar sem hefur að leiðarljósi einkunnarorð starfseminnar: Virðing, Virkni, Velferð og Von.

Markmið Auðlindar er að efla einstaklinga frá aldrinum 16 ára til náms og starfa. Í Auðlind eru einstaklingar á aldrinum 16 - 18 ára sem heyra undir barnavernd, félagslega ráðgjöf og þau sem eldri eru á fjárhagsaðstoð.
Lögð er áhersla á skapandi umhverfi, félags- og einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er með styrkleika og áhuga hvers og eins. Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningasamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitafélaginu.
Auðlindin gegnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegri lausn fyrir einstaklinga sem byggir á góðu samstarfi við atvinnulíf og stofnanir í samfélaginu sem og aðra sem koma að málefnum þeirra.
Félagsráðgjafar Árborgar vísa einstaklingum inn í Auðlindina.
Aðsetur: Auðlindin er í Gagnheiði 51 | 800 Selfoss
Sími: 480 1989 / 856 0060
Opnunartími: mánudaga til föstudaga kl. 08:00 - 14:00
Forstöðumaður: Klara Öfjörð | klara@arborg.is