Eldri borgarar

Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir eldri borgara, bæði innan heimila jafnt sem utan þeirra.  Þjónustan miðar að því að eldri borgarar geti búið eins lengi og unnt er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf. 

Hagnýtt

Tengiliðir

Forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu: Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is
Forstöðumaður dagdvalanna Árbliks og Vinaminnis: Katrín Ósk Þorgeirsdóttir | katrin.th@arborg.is


Garðaþjónusta

Sveitarfélagið Árborg veitir eldri borgunum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu ákveðið tímabil yfir sumarmánuðina. Við gerð fjárhagsáætlunar er ákveðið hvernig niðurgreiðslu verði háttað og tilkynning send út í upphafi tímabils.

Niðurgreidd verk eru:

  • Sláttur grasflatar og frágangur að jafnaði hálfsmanaðarlega (þak á upphæð)
  • Ein snyrting limgerða og frágangur
  • Tvær beðahreinsanir (þak á upphæð)

Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og staðfesting á greiðslu en einnig þarf að koma skýrt fram á reikningi verk og kostnaður þess.

Færni- og heilsumat

Sækja þarf um færni- og heilsumat til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Koma þarf umsókninni til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands sem staðsett er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands við Árveg á Selfossi til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili.

Dvalar- og hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg eru staðsett á Sólvöllum á Eyrarbakka og Ljós- og Fossheimum á Selfossi.

Nánari upplýsingar og eyðublöð á heimasíðu Landlæknis


Þetta vefsvæði byggir á Eplica