Eldri borgarar
Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir eldri borgara, bæði innan heimila jafnt sem utan þeirra. Þjónustan miðar að því að eldri borgarar geti búið eins lengi og unnt er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf.
Hagnýtt
Tengiliðir
Forstöðumaður félagslegrar stuðningsþjónustu: Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is
Forstöðumaður dagdvalanna Árbliks og Vinaminnis: Bylgja Dögg Kristjánsdóttir | bylgjadk@arborg.is
- Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu fullorðinna einstaklinga (taka gildi 01. september 2023)
- Búsetukostir/íbúðir fyrir aldraða
- Dagdvöl (Árblik og Vinaminni)
- Félagsleg stuðningþjónusta
- Félagsleg ráðgjöf
- Félagsstarf eldri borgara
- Leigubílaakstur fyrir eldri borgara
- Matseðill vikunnar
Garðaþjónusta
Sveitarfélagið Árborg veitir eldri borgunum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu ákveðið tímabil yfir sumarmánuðina. Við gerð fjárhagsáætlunar er ákveðið hvernig niðurgreiðslu verði háttað og tilkynning send út í upphafi tímabils.
Niðurgreidd verk eru:
- Sláttur grasflatar og frágangur að jafnaði hálfsmanaðarlega (þak á upphæð)
- Ein snyrting limgerða og frágangur
- Tvær beðahreinsanir (þak á upphæð)
Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og staðfesting á greiðslu en einnig þarf að koma skýrt fram á reikningi verk og kostnaður þess.
Færni- og heilsumat
Sækja þarf um færni- og heilsumat til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Koma þarf umsókninni til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands sem staðsett er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands við Árveg á Selfossi til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili.
Dvalar- og hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg eru staðsett á Sólvöllum á Eyrarbakka og Ljós- og Fossheimum á Selfossi.