Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Eldri borgarar

Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir eldri borgara, bæði innan heimila jafnt sem utan þeirra.  Þjónustan miðar að því að eldri borgarar geti búið eins lengi og unnt er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf. 

Hagnýtt

Tengiliðir

Forstöðumaður félagslegrar stuðningsþjónustu: Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is
Forstöðumaður dagdvalanna Árbliks og Vinaminnis: Bylgja Dögg Kristjánsdóttir | bylgjadk@arborg.is

  • Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu fullorðinna einstaklinga (taka gildi 01. september 2023)

Garðaþjónusta

Sveitarfélagið Árborg veitir eldri borgunum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu ákveðið tímabil yfir sumarmánuðina. Við gerð fjárhagsáætlunar er ákveðið hvernig niðurgreiðslu verði háttað og tilkynning send út í upphafi tímabils.

Niðurgreidd verk eru:

  • Sláttur grasflatar og frágangur að jafnaði hálfsmanaðarlega (þak á upphæð)
  • Ein snyrting limgerða og frágangur
  • Tvær beðahreinsanir (þak á upphæð)

Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og staðfesting á greiðslu en einnig þarf að koma skýrt fram á reikningi verk og kostnaður þess.

Færni- og heilsumat

Sækja þarf um færni- og heilsumat til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Koma þarf umsókninni til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands sem staðsett er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands við Árveg á Selfossi til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili.

Dvalar- og hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg eru staðsett á Sólvöllum á Eyrarbakka og Ljós- og Fossheimum á Selfossi.

Nánari upplýsingar og eyðublöð á heimasíðu Landlæknis


Þetta vefsvæði byggir á Eplica