Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum sveitarfélagsins, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.


Helstu ástæður fyrir fjárhagsaðstoð eru atvinnuleysi eða veikindi og þegar fullreynt er að réttur til bóta eða annarra greiðslna er ekki fyrir hendi annars staðar. Aðstoðin miðar að því að styrkja íbúa til sjálfshjálpar og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.

Þeim er sækir um fjárhagsaðstoð er skylt að leita sér að atvinnu og taka þeirri atvinnu er býðst nema veikindi, örorka, aldur eða aðrar gildar og sannanlegar ástæður hamli því. Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð hvenær sem er mánaðarins en umsókn gildir að jafnaði í einn mánuð í senn. Hér má sjá reglur Árborgar um fjárhagsaðstoð: Reglur um fjárhagsaðstoð

Umsókn um almenna fjárhagsaðstoð til framfærslu:

Að sækja um fjárhagsaðstoð til framfærslu fer fram í gegnum Island.is: Umsókn um fjárhagsaðstoð til framfærslu

Hver umsókn gildir fyrir einn mánuð, er að jafnaði eftirágreidd og greiðist í lok hvers mánaðar og síðasta lagi fyrsta virka dag næsta mánaðar.

Umsókn gildir frá þeim degi sem sótt er um og er afgreidd þegar öll umbeðin gögn hafa borist. Umsækjandi fær svar við umsókninni gegnum umsóknarvefinn.

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna:

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum frekari fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna og á það sérstaklega við þá sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu. Um er að ræða styrki til þeirra sem verða fyrir óvæntum áföllum, sérfræðiaðstoð, aðstoð vegna barna á framfæri, námsaðstoð og aðstoð vegna endurhæfingar. Aðstoðin er oft bundin við markvissa ráðgjöf og stuðning til umsækjanda þar sem gerður er samningur um félagslega ráðgjöf. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna: Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Árborgar og ráðgjafar fjölskyldusviðs.

Aðsetur: Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2 | 800 Selfoss

Opnunartími: mánudaga til fimmtudaga kl. 09 - 16, föstudaga kl. 09 - 12
Sími: 480 1900
Netfang:  fullordinsteymi@arborg.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica