Fólk með fötlun

Sveitarfélagið Árborg ber ábyrgð á þjónustu við fatlaða einstaklinga, stefnumótun, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Fatlaðir einstaklingar eiga rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélagsins en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.

Opið: mánudaga - föstudaga kl. 09:00 - 16:00
Aðsetur: Ráðhúsinu, Austurvegi 2 | 800 Selfoss
Sími: 480 1900
Netföng:  fullordinsteymi@arborg.is (fullorðnir) | barnateymi@arborg.is (börn og ungmenni)

Ráðgjafar í málefnum fatlaðra veita ráðgjöf og upplýsingar samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.


Akstursþjónusta

Akstursþjónusta fatlaðra er ætluð þeim íbúum sem þurfa sérhæfða þjónustu til að komast leiðar sinnar vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Þjónustutími er sem hér segir:
Virka daga: kl. 7:30 - 24:00 
Laugardaga og sunnudaga: kl. 10:00 - 24:00

Umsókn
Reglur


Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskylda er ætluð til að létta á álagi af fjölskyldum fatlaðara barna og auka félagslega þátttöku þeirra. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfar, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.

Umsókn um þjónustu við fatlað fólk
Reglur
Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda

Skammtímadvöl

Fötluð börn og ungmenni eiga rétt á skammtímadvöl utan heimilis þegar þörf krefur. Skammtímadvöl er ætlað að veita fötluðum einstaklingum tímabundna dvöl vegna mikilla umönnunarþarfa umfram jafnaldra. Heimilt er að veita fullorðnu fötluðum einstakingum sem býr í foreldrahúsum skammtímadvöl meðan beðið er eftir annarri þjónustu. Skammtímadvöl er staðsett í Álftarima 2, Selfossi.
Um skammtímadvöl gilda reglur Bergrisans, byggðasamlags um málefni fatlaðra einstaklinga á Suðurlandi.

Frekari upplýsingar veitir:
Forstöðuþroskaþjálfi:
Brynhildur Jónsdóttir | brynhildurj@arborg.is
Sími:  480 6925 | 864 1869 

Umsókn
Reglur

Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð sem einkum miðar að því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Umsókn
Reglur
Akstursbók
Vinnuskýrsla

Sértækt húsnæði

Í Árborg eru starfrækt tvö heimili með sólarhringsþjónustu, fyrir 18 ára og eldri. Í samstarfi við sveitarfélög á Suðurlandi eru starfrækt tvö heimili, annað í Þorlákshöfn og hitt í Hveragerði.

Umsókn
Reglur

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Einstaklingar sem nota NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Einstaklingar sem hyggjast nýta sér NPA þjónustu er hvatt til að hafa samband við ráðgjafa í málefnum fatlaðra. 

Umsókn
Reglur

VISS - Vernduð vinna og hæfing

VISS Vinnu- og hæfingarstöðvar
Aðsetur: 
Gagnheiði 39 | Selfossi sími 480 6920/480 6927 netfang viss@arborg.is  
Óseyrarbraut 4 | Þorlákshöfn sími 483 3843 netfang jona.viss@olfus.is
Vesturbrún 20 Flúðum sími 690 6024 netfang else@fludir.is

VISS veitir hæfingu, starfsþjálfun og verndaða vinnu fötluðum einstaklingum 18 ára og eldri sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar
Forstöðuþroskaþjálfi:
Ragnhildur Jónsdóttir | ragnhildur@arborg.is
Sími: 480 6920
Umsókn: Vinnumálastofnun
VISS á Facebook

Réttindagæsla

Einstaklingar með fötlun geta leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál þess. Réttindagæslumaðurinn veitir stuðning og aðstoð við úrlaus mála.

Nánari upplýsingar  á vef stjórnarráðsins.

Frístund

Frístundaklúbburinn Kotið  
Aðsetur: Glaðheimar, Tryggvagötu 36 | Selfoss
Netfang: eirikurs@arborg.is 
Sími: 480 6363 

Selurinn
Fræðslu- og tómstundaklúbbur fatlaðra á Suðurlandi
Aðsetur: Félagsmiðstöðin Zelsíuz, Austurvegur 2b | Selfoss (gengið inn fyrir aftan húsið)
Umsjónarmaður: Alexander Freyr Olgeirsson | alexander.freyr@arborg.is
Sími: 480 1951

Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00 - 18:30
Kvöldopnun í Pakkhúsi fyrir yngri félaga, 16 - 25 ára kl. 19:00 - 20:30 

Selurinn er fræðslu- og tómstundaklúbbur fyrir fatlaða einstaklinga 16 ára og eldri á Suðurlandi. Selurinn hefur aðstöðu í félagsmiðstöðinni Zelsíuz sem er staðsett á Selfossi og hittast félagar tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 18:30.

Kópurinn
Opið alla virka daga kl. 12:45 - 16:30
Opið er á skipulagsdögum skóla frá kl. 8:00 - 16:30.
Lokað er í vetrarfríi.
Opið er frá kl 8:00 - 16:30 í þrjár vikur í desember og tveir vikur í maí.
Einnig er opið í páskafríi.

Frístundaklúbbur Kópurinn hóf starfsemi þann 14. október 2019 í Selinu er nú kominn í nýtt húsnæði í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Klúbburinn er ætlaður nemendum á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica