Húsnæðismál

Félagsþjónustan veitir ýmsa þjónustu á sviði húsnæðismála þ.e. ráðgjöf, afgreiðslu á umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknir og úthlutanir félagslegs leiguhúsnæðis.

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa sérstaka aðstoð við að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrði og/eða annarra félagslegra erfiðleika og skulu fjárhags- og félagslegar aðstæður þeirra metnar út frá ákveðnum viðmiðum reglna um félagslegar leiguíbúðir.

Réttur til að komast á biðlista eftir félagslegu húsnæði, fá úthlutuðu leiguhúsnæði og til áframhaldandi leiguréttar er bundinn skilyrðum um tekju- og eignamörk umsækjanda og félagslegum aðstæðum umsækjanda sem skulu metnar sérstaklega samkvæmt matsreglum. Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði á Mín Árborg.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og reglna sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna. Einnig er veittur sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 18 ára og eldri inná Mín Árborg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica