Sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur
Ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrr á árinu sérstakan íþrótta- og frístundastyrk sem veittur yrði fjölskyldum með heildartekjur að meðaltali lægri en 740.000 kr. Styrknum er ætlað að auka jöfnuð til íþrótta- og frístundastarf vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið.
Kanna hvort ég á rétt á styrk:
Íslenska: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities
Grant for sports and leisure activities- more info
Íþrótta- og frístundastyrkurinn er greiddur vegna barna sem eru fædd á árunum
Styrkurinn er greiddur vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og frístundastarf á skólaárinu
Styrkurinn eru veittir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi líkt og íþróttaæfingum, tónlistarnámi, skátastarfi, námskeiðum í listum, sjálfstyrkingu og fleira. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og frístundastyrkinn til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.
Íþrótta- og frístundafélög í Árborg taka við skráningum í skipulagt starf allt árið um kring og geta foreldrar/forráðamenn með einföldum hætti skráð börn strax í dag ef svo ber undir með því að hafa samband við viðkomandi íþrótta- eða frístundafélag. Upplýsingar um íþrótta- og frístundafélög í Árborg má finna hér: Íþrótta- og frístundafélög í Árborg
Íþrótta- og frístundastyrkurinn er greiddur samkvæmt umsókn og geta foreldrar fylgt þessum einföldu skrefum til að kanna hvort þeir eigi rétt á styrknum og í kjölfarið sótt um:
- Smella hlekkinn hér að neðan sem flytur viðkomandi inn á Ísland.is þar sem hægt er að fá staðfest hvort viðkomandi á rétt á styrk eða ekki.
Íslenska: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska / pólska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities - Þeir sem falla ekki undir tekjuviðmiðin fá senda staðfestingu og útskýringar og komast ekki lengra í ferlinu
- Einstaklingar sem eiga rétt á styrk flytjast sjálfkrafa inn á umsóknarsíðu þar sem setja þarf inn helstu upplýsingar líkt og nafn barns, reikningsnúmer og hengja við afrit af kvittunum sem staðfesta skráningu og greiðslu (eða greiðslufyrirkomulag) við íþrótta- og frístundastarf barnsins.
- Ef umsækjandi á ekki kvittun þá er hægt að hafa samband við sitt íþrótta- og/eða frístundafélag og fá sent afrit
- Ef umsækjandi skráði barnið sitt í gegnum skráningarkerfið Nóra er hægt að sækja rafræna kvittun inn í kerfinu
- Umsækjandi fær staðfesting og umsóknin fer til úrvinnslu hjá Sveitarfélaginu Árborg
- Umsækjandi fær sendan tölvupóst innan 5 daga um hvort umsóknin sé samþykkt, henni hafnað eða gögn vanti og gefst þá tækifæri til að senda inn ný gögn í gegnum umsóknarsíðuna
- Sé umsókn samþykkt greiðir Sveitarfélagið Árborg inn á reikning umsækjanda sem fylgdi með umsókn
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan íþrótta og frístundastyrk vegna Covid-19