Götulýsing

Meirihluti götulýsingar í Sveitarfélaginu Árborg er þjónustað af HS-veitum en ákveðin svæði innan Árborgar er í þjónustu hjá RARIK

Hversu margir ljósastaurar eru í Árborg?
Um 3153 staurar eru á þjónustusvæði HS-veitna sem skiptast á milli sveitarfélagsins, 2813 staurar og Vegagerðar, 340 staurar. Um 160 staurar eru á þjónustusvæði RARIK. 

Dreifisvæði HS-veitna
Dreifisvæði RARIK

Vantar lýsingu?
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því þegar götuljós loga ekki og oftast er það vegna þess að pera er farin yfir, en einnig geta önnur tæknileg atriði verið að trufla eins og bilun í streng eða í spennistöð. 

Þjónustuver Sveitarfélags Árborgar tekur á móti öllum viðhaldsábendingum varðandi gatnalýsingu í sveitarfélaginu. Sendið vinsamlegast allar ábendingar til arborg@arborg.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica