Búsetukostir/íbúðir fyrir aldraðra
Allar íbúðir sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir 67 ára og eldri og eru í eigu Sveitarfélagsins Árborgar eru staðsettar í Grænumörk 1, 3 og 5 á Selfossi.
Félagslegar leiguíbúðir fyrir 67 ára og eldri eru samtals 17 talsins og eru staðsettar í Grænumörk 1, 3 og 5.
Af þeim eru 16 íbúðir staðsettar í Grænumörk 1 og 3 og 1 íbúð í Grænumörk 5.
Skilyrði sem þarf að uppfylla til umsóknar um þessar íbúðir eru:
- Umsækjendur séu 67 ára og eldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu
- Umsækjendur séu ekki skráðir eigendur fasteignar
- Séu undir þeim tekju- og eignamörkum sem tilgreind eru í reglum Sveitarfélagsins Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Almennar leiguíbúðir fyrir 67 ára og eldri eru alls 23 og eru þær íbúðir allar staðsettar í Grænumörk 5.
Skilyrði sem þarf að uppfylla vegna umsóknar eru:
- Umsækjendur séu 67 ára og eldri og eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg
Umsóknareyðublöð
Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í afgreiðslu Ráðhússins að Austurvegi 2, Selfossi eða hjá starfsfólki í Grænumörk 5.