Félagsstarf eldri borgara

Í Sveitarfélaginu Árborg er félagsstarf í höndum félaga eldri borgara með stuðningi frá sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.

 

Félag eldri borgara á Eyrarbakka

Félagið er með aðstöðu að Búðarstíg 22, Eyrarbakka. Félagsmenn hittast tvisvar í viku þ.e. á mánudögum frá kl. 13:00 – 16:00 til að spila og spjalla og svo á miðvikudagskvöldum frá kl. 20:00 – 22:00 en þá er prjónakvöld. Einnig eru æfingar í boccia á mánudögum og fimmtudögum milli klukkan 10:00 og 11:00

Í stjórn félagsins sitja:

  • Inga Kristín Guðjónsdóttir, formaður
  • Jón Gunnar Gíslason, gjaldkeri
  • Jónína Kjartansdóttir, ritari
  • Björg Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Félag eldri borgara á Selfossi

Félagið er með aðstöðu í Grænumörk 5, Þjónustumiðstöð aldraðra. Boðið er uppá fjölbreytt starf s.s. glerlist, lestur fornbókmennta, gönguferðir, prjón og föndur, tréskurð, boccia, tálgun, zumba, nónsöng, púttæfingar, lestur öndvegisrita, kór og línudans.

Félagið gefur reglulega út dagskrá um félagsstarfið og heldur úti heimasíðunni www.febsel.123.is

Skrifstofa félags eldri borgara á Selfossi er opin alla fimmtudaga frá kl. 13:00 - 16:00 yfir vetrarmánuðina, frá sept - maí.

Í stjórn félagsins sitja:

  • Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður
  • Anna Þóra Einarsdóttir, varaformaður
  • Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
  • Guðrún Þóranna Jónsdóttir, ritari
  • Gunnþór Gíslason, meðstjórnandi

Varastjórn

Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica