Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Félagsstarf eldri borgara

Í Sveitarfélaginu Árborg er félagsstarf í höndum félaga eldri borgara með stuðningi frá sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.

 Félag eldri borgara á Eyrarbakka

Félagið er með aðstöðu að Búðarstíg 22, Eyrarbakka. Félagsmenn hittast tvisvar í viku þ.e. á mánudögum frá kl. 13:00 – 16:00 til að spila og spjalla og svo á miðvikudagskvöldum frá kl. 20:00 – 22:00 en þá er prjónakvöld. Einnig eru æfingar í boccia á mánudögum og fimmtudögum milli klukkan 10:00 og 11:00

Í stjórn félagsins sitja:

  • Inga Kristín Guðjónsdóttir, formaður
  • Jón Gunnar Gíslason, gjaldkeri
  • Jónína Kjartansdóttir, ritari
  • Björg Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Félag eldri borgara á Selfossi - FEBSEL

Félagið er með aðstöðu í Grænumörk 5, Þjónustumiðstöð aldraðra. Boðið er uppá fjölbreytt starf s.s. glerlist, lestur fornbókmennta og öndvegisrita, gönguferðir, ýmis konar handavinnu og kór. Í íþróttahúsinu Iðu er Boccia, hjá Golffélagi Selfoss er boðið uppá pútt og sveitarfélagið býður í styrktaræfingar með þjálfara í Selfosshöllinni.

Stundaskrá yfir afþreyingu er gefin út hvert haust og birt á heimasíðu FEBSEL.is og á facebook síðu Félags eldri borgara, Selfossi.

Skrifstofa félags eldri borgara á Selfossi er opin alla fimmtudaga frá kl. 13:00 - 15:00 yfir vetrarmánuðina, frá sept. - maí.

Í stjórn félagsins sitja:

Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður
Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður
Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
Guðrún Þóranna Jónsdóttir, ritari
Gunnþór Gíslason, meðstjórnandi

Varastjórn:

Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason

Félagsmiðstöð eldri borgara | Grænumörk 5

Opnunartímar:

Mánudaga kl. 8:30 – 16:00
Þriðjudaga kl. 8:30 – 16:00
Miðvikudaga kl. 8:30 – 16:00
Fimmtudaga kl. 8:30 – 16:00
Föstudaga kl. 8:30 – 14:30

Starfsmaður á vegum Árborgar er á staðnum á opnunartímum
Athugið að opnunartími getur breyst á sumrin



Þetta vefsvæði byggir á Eplica