Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Leigubílaakstur fyrir eldri borgara

Akstursþjónustan er fyrir íbúa, 67 ára og eldri, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og búa utan stofnana.

Heimilt er að veita lögblindum einstaklingum, yngri en 67 ára, þjónustu samkvæmt reglum þessum. Með umsókn skal leggja fram læknisvottorð.

Samkvæmt reglum skal akstursþjónusta aðeins veitt innan marka Sveitarfélagsins Árborgar. Hámarksfjöldi ferða er 20 ferðir á mánuði.

Notanda er heimilt að óska eftir aðstoð bifreiðarstjóra við að komast að og frá bifreið og með farangur eftir þörfum.

Sveitarfélagið leggur ekki til aðstoðarmann fyrir notendur en þeim er heimilt að hafa með sér aðstoðarmann, sé það tekið fram þegar ferð er pöntuð. Aðstoðarmaður skal greiða sama gjald og notandi.

Gjald fyrir hverja ferð á milli A og B samkvæmt gjaldskrá

Hægt er að sækja um þjónustu hjá starfandi rekstrarfulltrúa: Auður Grétarsdóttir | audur.gretars@arborg.is

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica