Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Félagsleg stuðningsþjónusta

Markmið félagslegrar stuðningsþjónustu er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Við framkvæmd þjónustunnar skal þess gætt að hvetja notandann til virkrar þátttöku eins og hægt er.

Mat á þjónustuþörf er framkvæmt af forstöðumanni félagslegrar stuðningsþjónustu eða staðgengli hans í samvinnu við umsækjandann.
Unnið er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991, – lögum um málefni aldraðra 125/1999 og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Segja má að félagsleg stuðningsþjónusta byggi á fjórum þáttum:

  • Almenn heimilisþrif (er þjónustan þá að öllu jöfnu veitt aðra hverja viku)
  • Félagsleg aðstoð (aðstoð við innkaup, samvera og jafnvel gönguferðir og er þjónustan þá að öllu jöfnu veitt vikulega)
  • Persónuleg félagsleg aðstoð (aðstoð við klæðnað, lyf, mat og hjálpartæki og fer tíðni þjónustu þá eftir þörfum og mati)
  • Innlit / eftirlit ( tíðni þjónustu fer eftir þörfum og mati)

Félagsleg stuðningsþjónusta er veitt frá:

Alla virka daga: kl. 8:00 - 16:00 og kl. 18:00 - 22:00
Helgar og á rauðum dögum: kl. 8:00 - 13:00 og kl. 18:00 - 22:00

  • Gjald er tekið fyrir þjónustu vegna heimilisþrifa ef tekjur þjónustuþega eru yfir viðmiði sem sveitarfélagið setur, en ef tekjur eru undir viðmiðinu er þjónustan gjaldfrí.
  • Félagsleg aðstoð, persónuleg aðstoð, innlit og eftirlit eru gjaldfrí í öllum tilvikum.
  • Greitt er kílómetragjald vegna aksturs ef aðstoðað er við innkaup. 

Frekari upplýsingar veita:

Forstöðumaður félagslegrar stuðningsþjónustu: Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is
Teymisstjóri félagslegrar stuðningsþjónustu: Stefanía A. Halldórsdóttir, | stefania@arborg.is

  • Umsókn
  • Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu fullorðinna einstaklinga (taka gildi 01. september 2023)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica