12.4.2018 | Íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

Forsíða » Fréttir » Íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg auglýsir til úthlutunar íbúðarhúsalóðir í Hagalandi á Selfossi. Nánar tiltekið er um að ræða 23 einbýlishúsalóðir, 18 parhúsalóðir og 4 raðhúsalóðir. Lista yfir lóðirnar má nálgast á slóðinni: http://kort2.granni.is/granni/cfm-opin/arb_lod_upplysing_20.cfm.

Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar um miðjan október n.k. Umsóknum um lóðir skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum til Skipulags- og byggingarfulltrúa Árborgar, Austurvegi 67, Selfossi. Lóðunum verður úthlutað á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 9. maí n.k. Um úthlutun lóðanna fer skv. reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg, sjá https://www.arborg.is/stjornsysla/samthykktir-reglur-og-gjaldskrar/reglur/reglur-um-uthlutun-loda-i-arborg/.

Skilmálar deiliskipulags eru aðgengilegir á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar, sjá https://www.arborg.is/auglysing-um-tillogu-ad-deiliskipulagsbreytingu-hagalands-a-selfossi/.