7.11.2017 | Jól í Árborg 2017 – Jólagluggar og viðburðadagatal

Forsíða » Fréttir » Jól í Árborg 2017 – Jólagluggar og viðburðadagatal

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg ætlar að láta gera sérstakt viðburðadagatal líkt og undanfarin ár fyrir jólahátíðina 2017. Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta komið viðburðum sem eru frá lok nóvember og fram í janúar á framfæri í dagatalinu. Jólagluggarnir verða auðvitað líka á sínum stað en frá 1. des til 24. des opnar fyrirtæki eða stofnun einn skreyttan jólaglugga sem inniheldur bókstaf. Börnin geta svo tekið þátt í jólaratleik þar sem þau þurfa að finna hvern bókstaf og mynda setningu á þátttökublaðinu.

Hægt er að senda upplýsingar vegna viðburðadagatalsins og ef áhugi er á að opna jólaglugga á Braga Bjarnason, bragi@arborg.is eða hafa samband í síma 480-1900 fram til þriðjudagsins 14. nóvember nk. Mikilvægt er að fram komi dag- og tímasetning viðburðar sem og stutt lýsing á honum.