18.10.2018 | Jól í Árborg 2018 – Viðburðadagatal og jólagluggar

Forsíða » Fréttir » Jól í Árborg 2018 – Viðburðadagatal og jólagluggar

image_pdfimage_print

Viðburðadagatal fyrir jólahátíðina 2018
Líkt og undanfarin ár ætlar Sveitarfélagið Árborg að láta gera sérstakt viðburðadagatal fyrir jólahátíðina 2018.
Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta komið viðburðum sem eru frá lok nóvember og fram í janúar á framfæri í dagatalinu. Hægt er að senda upplýsingar á Ólaf Rafnar Ólafsson, olafur.rafnar@arborg.is eða hafa samband í síma 480 1900 fram til miðvikudagsins 07. nóvember. Mikilvægt er að fram komi dag- og tímasetning viðburðar sem og stutt lýsing á viðburði.

 

Jólaglugginn 2018
Jólagluggarnir í Árborg verða á sínum stað þetta árið. Frá 1. til 24. desember opnar eitt fyrirtæki eða stofnun skreyttan jólaglugga sem inniheldur valinn bókstaf. Börnin geta svo tekið þátt í jólaratleik þar sem þau þurfa að finna hvern bókstaf og mynda setningu á þátttökublaði. Fyrirtæki og/eða stofnanir sem vilja taka þátt í jólaglugganum 2018 geta haft samband við Ólaf Rafnar Ólafsson, olafur.rafnar@arborg.is eða í síma 480 1900 til að velja sér dagsetningu á opnun þeirra glugga. Sem fyrr er það “fyrstur kemur fyrstur fær” fyrirkomulagið á úthlutun dagsetninga.