29.11.2017 | Jól í Árborg – viðburðadagatal fyrir aðventuna komið út

Forsíða » Fréttir » Jól í Árborg – viðburðadagatal fyrir aðventuna komið út

image_pdfimage_print

Hið árlega jólaviðburðadagatal Sveitarfélagsins Árborg er komið út á netinu en því verður dreift inn á öll heimili í sveitarfélaginu fljótlega. Í dagatalinu er að finna flesta þá viðburði sem eru í gangi á svæðinu á aðventunni og fram í janúar 2018. Opnun „Jólaglugganna“ er líka að finna í dagatalinu en þeir byrja 1. des og opnast einn á dag fram að jólum. Börnin geta svo tekið þátt í jólagátunni með því að prenta út þátttökueyðublaðið hér að neðan (verður líka dreift í grunnskólum) og finna svo bókstafinn sem er falinn í hverjum glugga.

Skjöl sem hægt er að prenta út: 

Jól í Árborg 2017 – viðburðadagatal

Jólagátan – þátttökueyðublað 2017

Jólagluggar 2017 – hvar opna gluggarnir