9.1.2019 | Jólagluggi Árborgar – Vinningshafar 2018

Forsíða » Fréttir » Jólagluggi Árborgar – Vinningshafar 2018

image_pdfimage_print

Heppnir þátttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2018.

Fjöldi barna tóku þátt en dregnir voru út þrír vinningshafar sem fengu afhenta vinninga frá Gísla Halldóri Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sv. Árborgar.

Vinningshafar 2018 voru frá vinstri á mynd:

Fannar Levi Sigurðsson
Kristian Árni Ingason
Guðrún Sif Ársælsdóttir

Til hamingju snillingar!

Jólagluggaleikur Sveitarfélags Árborgar gengur út á að frá 1. desember til 24. desember opnar einn jólagluggi í stofnun eða fyrirtæki í sveitarfélaginu og í hverjum glugga er geymdur einn bókstafur sem setja á inn í þátttökueyðublað.
Stafirnir mynda setningu sem í finnast svör við þeim spurningum sem þarf að svara. Eyðublaðinu er síðan skilað í bókasafn Árborgar Selfossi eða í Sundhöllina á Selfossi. Að lokum eru dregnir út þrír heppnir vinningshafar sem svarað hafa öllum spurningum rétt.

Sveitarfélagið Árborg þakkar fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í jólagluggunum 2018 kærlega fyrir þeirra framlag.