20.12.2013 | Jólaskreytingasamkeppnin í Árborgar 2013 – tilnefningar og verðlaunaafhending á Jólatorginu

Forsíða » Fréttir » Jólaskreytingasamkeppnin í Árborgar 2013 – tilnefningar og verðlaunaafhending á Jólatorginu

image_pdfimage_print

Á morgun laugardaginn 21.des verða afhent verðlaun fyrir jólaskreytingasamkeppnina í Árborg 2013. Verðlaunaafhendingin fer fram á Jólatorginu kl. 16:00. Styrktaraðilar keppninnar í ár eru Dagskráin, Sunnlenska, Guðmundur Tyrfingsson, Evita, Krónan, Húsasmiðjan og Blómaval, Rúmfatalagerinn, Byko, HS veitur, Sjafnarblóm og Sveitarfélagið Árborg. Fjölmörg íbúðarhús og fyrirtæki voru tilnefnd og var val dómnefndar erfitt. Þetta árið var allt sveitarfélagið undir og valið í þrjú sæti í flokki íbúðarhúsa og eitt í flokki fyrirtækja. Hér að neðan má sjá tilnefnd íbúðarhús og fyrirtæki.

jólaskreytingasamkeppninn 2013 – tilnefningar