5.12.2017 | Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli laugardaginn 9.desember

Forsíða » Fréttir » Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli laugardaginn 9.desember

image_pdfimage_print

Laugardaginn 9. desember næstkomandi munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á planinu við Pylsuvagninn á Selfossi. Dagskráin hefst kl.15:45 en þá syngur Karlakór Selfoss nokkur jólalög og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna og stoppa við Tryggvatorg.

Þá verður sungið og trallað og haft gaman. Vonast sveinarnir til að sem flestir komi og taki þátt í gleðinni og klæðist jólasveinabúningum eða jólasveinahúfum. Boðið verður upp á frítt kakó á planinu við Pylsuvagninn.