Jólatorgið – kveikt á stóra torgtrénu lau. 21. nóv kl. 16:00

Laugardaginn 21. nóvember verður líf og fjör á Jólatorginu. Torgið opnar kl. 13:00 og er fjölbreytt íslenskt handverk í boði í sölukofunum. Dagskrá á sviði hefst kl. 14:30 en á spila þau Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi eða Unijon eins og þau kalla sig. Kl. 15:30 mæta Fríða Hansen og Tómas Smári og í framhaldinu eða um 16:00 kveikja leikskólabörn í Árborg á jólatrénu sem er staðsett á miðju torginu. Börnin syngja svo nokkur klassísk jólalög við undirleik Örlygs Benediktssonar og stjórn Guðnýjar Birgisdóttur, leikskólakennara. Öll leikskólabörn í Árborg eru velkomin og þarf bara að mæta á staðinn.