28.11.2013 | Jólatorgið opið laugardaginn 30. nóvember – markaður og lifandi tónlist á sviðinu

Forsíða » Fréttir » Jólatorgið opið laugardaginn 30. nóvember – markaður og lifandi tónlist á sviðinu

image_pdfimage_print

Laugardaginn 30. nóvember verður markaðurinn á Jólatorginu opinn frá 14:00 til 18:00. Kakó með rjóma á 100 kr. og fjölbreytt handverk í kofunum. m.a. Steinakarlar, teikningar, skartgripir, ullarvörur o.fl. Lifandi tónlist verður á sviðinu frá c.a. 14:00 og fram eftir degi. Fram kemur ungt tónlistarfólk úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz og er það á meðal Gabríel Werner og Dagur Snær sem voru í 2.sæti í Rímnaflæði 2013 og Guðrún Petrea. Fríða Hansen og Tómas Smári spila og syngja sem og Anton Guðjónsson úr hljómsveitinni Glundroða. Gunnhildur Þórðardóttir og Guðmundur Eiríksson loka svo deginum á sviðinu.