3.12.2018 | Jólatréð í Tryggvagarði tendrað

Forsíða » Fréttir » Jólatréð í Tryggvagarði tendrað
Jól í Árborg 2018

image_pdfimage_print

Í morgun, mánudaginn 3. desember, var kveikt á jólatrénu í Tryggvagarði.

Veðrið gat ekki verið betra þegar börn úr leik- og grunnskólum á Selfossi aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu í ár. Þórir Geir Guðmundsson og Fannar Freyr Magnússon mættu og virkjuðu alla í góðri jólastemningu, sungu fyrir börnin og aðra gesti.