21.6.2013 | Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 22. júní

Forsíða » Fréttir » Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 22. júní

image_pdfimage_print

Hin árlega Jónsmessuhátíð verður haldin á Eyrarbakka nk. laugardag með tilheyrandi hátíðarhöldum og varðeldi um kvöldið. Dagskráin hefst að morgni með því að fánar eru dregnir að húni en síðan rekur hvern annan viðburðinn fram eftir degi. kl. 11:00 kemur brúðubíllinn á svæðið og skemmtir við Sjóminjasafnið. Menningarmarkaður á Stað opnar kl. 13:00 og milli 14:00 og 16:00 bjóða nokkrar fjölskyldur í heimboð á bakkanum. Dagurinn endir síðan á Jónsmessubrennu í fjörunni vestan við bryggjuna kl. 22:00. Nánari dagskrá má finna hér að neðan.

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka