30.11.2017 | Kveikt á jólatrjánum sun. 3.des. á Stokkseyri og Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » Kveikt á jólatrjánum sun. 3.des. á Stokkseyri og Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Sunnudaginn 3.desember kl. 18:00 verður kveikt á stóru jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á Stokkseyri er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina (við hlið grunnskólans) og sér Umf. Stokkseyri um hátíðarhöldin en boðið er uppá kakó, piparkökur, tónlist og svo kíkja nokkrir jólasveinar í heimsókn. Umf. Eyrarbakki sér um að kveikja á trénu á Eyrarbakka sem er staðsett við Álfstétt. Þar býður ungmennafélagið upp á skemmtun og söng en einnig koma jólasveinar í heimsókn. Báðar skemmtanirnar hefjast kl. 18:00 sun. 3. des.