27.9.2013 | Lætur af störfum eftir 39 ár

Forsíða » Fréttir » Lætur af störfum eftir 39 ár

image_pdfimage_print

Fimmtudaginn 26.september lét Ingunn Hinriksdóttir af störfum sem bæjargjaldkeri en Ingunn hefur sinnt því starfi frá stofnun Sveitarfélagsins Árborgar eða í 15 ár. Þar á undan starfaði Ingunn hjá Eyrarbakkahreppi frá árinu 1974 eða í 24 ár. Samanlagður starfsaldur Ingunnar er því 39 ár. Ingunni eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í framtíðinni.