1.2.2019 | Laus staða hjá Selfossveitum

Forsíða » Auglýsingar » Laus staða hjá Selfossveitum
image_pdfimage_print

 

 

 

Selfossveitur reka hita- og vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar. Fyrirtækið er til húsa að Austurvegi 67.

Selfossveitur óska eftir starfsmanni á sviði hita- og vatnsveitu. Starfið heyrir undir verkstjóra vatns- og hitaveitu.

Ábyrgðar og starfssvið:

Hita- og vatnsveita:

 • Almenn störf vegna notendaþjónustu veitnanna. Verkþættir eru m.a. við:
  • Mæla álestur hjá fyrirtækjum og stofnunum
  • Umsjón með lager á mælitækjum veitunnar
  • Þjónusta við notendur
  • Aðstoð við önnur störf innan veitunnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur
 • Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Ensku og tölvu kunnátta æskileg

Frekari upplýsingar um starfið veita Sigurður Þór Haraldsson, deildarstjóri vatns- og hitaveitu í síma 480 1500 á skrifstofutíma. Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 15.febrúar n.k. á netfangið sigurdur@arborg.is.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.