4.1.2018 |   Laus staða hjá Selfossveitum

Forsíða » Auglýsingar »   Laus staða hjá Selfossveitum

image_pdfimage_print


Selfossveitur reka hita- og vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar.
Fyrirtækið er til húsa að Austurvegi 67.

Selfossveitur óska eftir starfsmanni á sviði hita og vatnsveitu til starfa sem fyrst.
Starfið heyrir undir verkstjóra vatns- og hitaveitu.

Ábyrgðar og starfssvið:

Hita- og vatnsveita:

 • Öll almenn störf vegna nýframkvæmda, viðhalds, reksturs og þjónustu. Verkþættir eru m.a. við:
  • Vatns- og orkuöflun
  • Rekstur dælu- og stjórnstöðvar
  • Dreifingu
  • Þjónustu
 • Starfsmaður vinnur bakvaktir utan venjulegs dagvinnutíma og sinnir vaktþjónustu/bilanaþjónustu:
  • Móttaka bilanatilkynninga frá vaktkerfi og notendum. Úrvinnsla þeirra og skráning.
  • Eftirlit með rekstri veitukerfanna

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Iðnmenntun á sviði málmiðngreina og/eða aðra menntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur
 • Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Ensku og tölvu kunnátta æskileg

Frekari upplýsingar um starfið veita Sigurður Þór Haraldsson, deildarstjóri vatns- og hitaveitu í síma 480 1500 á skrifstofutíma.
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 19.jan n.k. á netfangið sigurdur@arborg.is.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.