8.3.2018 | Laus störf á framkvæmda- og veitusviði Árborgar

Forsíða » Auglýsingar » Laus störf á framkvæmda- og veitusviði Árborgar
image_pdfimage_print


Starfsmaður í umhverfisdeild
Framkvæmda- og veitusvið Árborgar óskar eftir að ráða starfsmann í umhverfisdeild. Starfið heyrir undir verkstjóra umhverfisdeildar.

Ábyrgðar og starfssvið
Umhverfideild Árborgar sér um skipulagningu, uppbyggingu og viðhald garða og opinna svæða í sveitarfélaginu. Starfsmaður sinnir viðhaldi og ræktun opinna svæða sem og öðrum verkefnum sem snúa að umhverfisdeild.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af verklegum framkvæmdum tengdum umhverfismálum
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Vinnuvélaréttindi kostur
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni og frumkvæði

Um er að ræða fullt starf. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Birna Kjartansdóttir, verkstjóri umhverfisdeildar og Auður Guðmundsdóttir, deildarstjóri framkvæmda og þjónustu, í síma 480 1500 á skrifstofutíma. 
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 15.mars nk. á netfangið birna@arborg.is

Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.