4.12.2017 | Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir leikskólasérkennara/þroskaþjálfa

Forsíða » Auglýsingar » Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir leikskólasérkennara/þroskaþjálfa
image_pdfimage_print

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi

Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir leikskólasérkennara/þroskaþjálfa í 100% starfshlutfall frá og með 2. janúar 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólasérkennara
  • veita nemendum stuðning í daglegu starfi leikskólans
  • að skipuleggja og halda utan um sérkennslu nemenda

Hæfniskröfur:

  • leikskólakennaramenntun/þroskaþjálfamenntun
  • reynsla af starfi með börnum
  • færni í mannlegum samskiptum
  • sjálfstæð vinnubrögð
  • jákvæðni og áhugasemi
  • færni til að tjá sig í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 12. desember 2017. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri, í síma 480-3242  

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til leikskólastjóra á netfangið alfheimar@alfheimar.is