10.3.2014 | Leikverkið „Unglingurinn“ sýnt í FSu 16.mars nk.

Forsíða » Fréttir » Leikverkið „Unglingurinn“ sýnt í FSu 16.mars nk.

image_pdfimage_print

Gaflaraleikhúsið sýnir nú leikritið Unglinginn eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson um allt Suðurland en þann 16.mars kl. 17:00 verður sýnt í Fsu á Selfossi. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Verkið er einstakt fyrir það að það er skrifað af unglingum fyrir unglinga og veitir því skýra og skemmtilega mynd af daglegu lífi unglinga, samskiptum við foreldra, kennara, jafnaldra og hitt kynið.  Leikritið er ætlað unglingum en mælt er með því að foreldrar, kennarar og aðrir sem umgangast unglinga sjái einnig verkið því fátt er betra en að hlæja saman í leikhúsinu og fá á sama tíma foreldrafræðslu í unglingísku. Verkið er fyrir alla á aldrinum 8 – 108 ára. Sýningarnar á Suðurlandi eru eftirfarandi:

15.feb. – Laugaland í Holtum kl. 17:00

22.feb. – Leikskálar í Vík kl. 17:00

24.feb. – Leikfélag Vestmannaeyja kl. 20:00

2.mars – Sindrabær á Höfn í Hornafirði kl. 17:00

16.mars – Fsu á Selfossi kl. 17:00

22.mars – Aratunga í Reykholti kl. 17:00

Miðinn kostar 1750 kr. ef að keypt er viku fyrir sýningu eða fyrr (almennt miðaverð er 2500 kr.) miðasala fer fram á www.midi.is.

 Unglingurinn á Selfoss plakat