8.3.2019 | Litla Hraun – Sögusýning

Forsíða » Fréttir » Litla Hraun – Sögusýning

image_pdfimage_print

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.
Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17.

Sýningin verður opin allar helgar í mars og apríl kl. 14-17. Auk þess verður séropnun í kringum páska og opið á sama tíma alla virka daga frá 15. apríl. Sumaropnun safnsins hefst 1. maí og þá eru söfnin opin uppá gátt alla daga kl. 11-18. Ávallt heitt á könnunni og verið velkominn. Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Byggðasafn Árnesinga og Fangelsið Litla-Hraun

Nánar um sýninguna Litla-Hraun – sögusýning