1.4.2019 | Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk haldin í Vallaskóla

Forsíða » Fréttir » Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk haldin í Vallaskóla

image_pdfimage_print

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Vallaskóla 27. mars 2019 og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Á lokahátíðinni kepptu þrír nemendur frá hverjum skóla sem höfðu verið valdir í forkeppnum í sínum skóla.

Áður en sjálf keppnin hófst flutti Gunnar Helgason, rithöfundur, keppendum og gestum skemmtilegt ávarp. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru flutt í upphafi og milli lestra sem gaf samkomunni hátíðarblæ.

Í fyrstu umferð lásu keppendur svipmyndir úr bók Ævars Þórs Benediktssonar, Þín eigin þjóðsaga. Í annarri umferð voru lesin valin ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Í lokaumferðinni voru lesin ljóð að eigin vali.  Verðlaunahafar frá í fyrra, þær Hugrún Tinna Róbertsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir, lásu kynningar á skáldum keppninnar.

Dómnefndin var skipuð þeim Baldri Sigurðssyni fyrir hönd Radda, Ásmundi Sverri Pálssyni, íslenskufræðingi, og Elinborgu Sigurðardóttur, sérkennara.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og hafnaði  Guðjón Árnason úr Vallaskóla í 1. sæti, Álfrún Diljá Kristínardóttir úr Vallaskóla í 2. sæti og Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy úr Sunnulækjarskóla, í 3. sæti