1.6.2019 | Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar

Forsíða » Fréttir » Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar

image_pdfimage_print

Selfossveitur auglýsa í samstarfi við Vegagerðina lokun á Austurvegi- þjóðvegi 1 vegna framkvæmda í grennd við Laugardælaveg. Lokunin hefst þann 3. júní 2019. Lokað verður í báðar akstursstefnur sökum áframhalds á endurnýjun lagna í veitukerfum Selfossveitna. Lokunin varir í óákveðinn tíma, en lögð verður áhersla á að opna akrein til vesturs eins hratt og auðið er. Hjáleiðir verða um Langholt, Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg.

Vegfarendur eru beðnir um tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdarinnar.