11.7.2018 | Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss í viku í ágúst

Forsíða » Fréttir » Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss í viku í ágúst

image_pdfimage_print

Vegna viðgerða verður brúin  yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Áætlað er að loka þann 12. ágúst á miðnætti, opna fyrir morgunumferð kl. 6 þann 13. ágúst og loka svo aftur kl. 20 sama dag. Nýtt brúargólf verður steypt um nóttina, steypan er nokkra sólarhringa að harðna og áætlað er að hægt verði að hleypa aftur umferð á brúna þann 20. ágúst. Hjáleið verður m.a. um Þrengsli (39) og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi (34).

Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut (35). Skálholtsveg (31), Bræðratunguveg (359) og Skeiðaveg (30).

Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á framkvæmdatímanum.

Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss