20.3.2019 | Lýsing Deiliskipulagsáætlunar á landspildu sem staðsett er milli Jaðars og Hrefnutanga Selfossi

Forsíða » Auglýsingar » Lýsing Deiliskipulagsáætlunar á landspildu sem staðsett er milli Jaðars og Hrefnutanga Selfossi

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg
Lýsing Deiliskipulagsáætlunar á landspildu sem staðsett er milli Jaðars og Hrefnutanga Selfossi.

Sjá mynd

Samkvæmt 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir landspildu sem staðsett er milli Jaðars og Hrefnutanga norðan ár á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Landnúmer spildunar er 188146.

Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem er skilgreint sem íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af Jaðri í vestri, Hrefnutanga í austri. Mógili í norðri og vegi meðfram Ölfusárbökkum í suðri. Svæðið er 11.065 m2 að stærð.

Í fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir 10 raðhúsum, tveimur 3ja húsa lengjum neðst á svæðinu með aðkomu frá Ártúni og fjórum húsum ofan við klettabeltið með aðkomu frá nýjum vegi út frá Ártúni sem tekinn er lítillega út fyrir lóðina norðan við Hrefnutanga og er það gert til að draga úr halla vegarins að efri húsunum. Húsin eru öll einnar hæðar. Aðkoma að neðri húsunum er frá suð Austri, en þeim efri norð-vestri. Þau eru öll með stóra suðurverönd.

Teikning ásamt lýsingu deiliskipulagsáætlunarinnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8 – 15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 5.apríl 2019. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is

Virðingarfyllst
____________________________________

Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingafulltrúi