15.7.2019 | Lýsing skipulagsverkefnis í landi Bjarkar og Jórvíkur í Sveitarfélaginu Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Lýsing skipulagsverkefnis í landi Bjarkar og Jórvíkur í Sveitarfélaginu Árborg
image_pdfimage_print

Sjá skipulag

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt  lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélags Árborgar 2010-2030 og gerð deiliskipulags í landi Bjarkar og Jórvíkur sunnan við íbúðarbyggðina á Selfossi.
Fyrirhugað er að gera afmarkaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins samhliða gerð nýs deiliskipulags sem felur í sér að stækka svæði íbúðabyggðar sunnan við Selfoss í tengslum við ný skipulagt íbúðarsvæði „Björkurstykki“ í landi Bjarkar.

Í ljósi afmörkunar verkefnisins og beinna tengsla fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar við fyrirhugað deiliskipulag er lögð fram í einu skjali lýsing á báðum stigum skipulags, þ.e.a.s. aðal- og deiliskipulags.

Svæðið sem fyrirhuguð breyting nær til er liðlega 34 ha. að stærð og liggur sunnan við núverandi byggð og suðaustan við nýlega skipulagt íbúðasvæði svokallað Björkurstykki. Svæðið nær til tveggja jarða, Björkur í eigu Sveitarfélagsins Árborgar og Jórvíkur 1 í eigu einkaaðila. Skipulagsbreytingin er gerð í samráði beggja aðila.

Lýsing á umræddum skipulagsverkefnum mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8-15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 26. júlí 2019. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins http://www.arborg.is.

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson
skipulags- og byggingarfulltrúi