8.8.2018 | Malbikunarframkvæmdir við Ölfusárbrú 8. – 9. ágúst

Forsíða » Fréttir » Malbikunarframkvæmdir við Ölfusárbrú 8. – 9. ágúst

image_pdfimage_print

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Á miðvikudagskvöld og nótt 8.-9. ágúst  er stefnt að því að fræsa og malbika 50m kafla beggja megin við Ölfusárbrú. Umferðarstýring verður á meðan kaflarnir verða fræstir, frá 20:00 til 23:00. Brúnni verður svo lokað frá 23:00 til 02:00 á meðan malbikun fer fram. Tekið verður tillit til forgangsaksturs Lögreglu, Sjúkrabíla og Slökkviliðs og þeim hleypt framhjá ef þörf er á. Hjáleiðir og viðeigandi merkingar verða settar upp, lokunarplan er væntanlegt. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 23:00 til kl. 02:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Malbikun við Ölfusárbrú – Lokunarplan