1.3.2018 | Menningarhátíðin Vor í Árborg 18.-22.apríl 2018

Forsíða » Fréttir » Menningarhátíðin Vor í Árborg 18.-22.apríl 2018

image_pdfimage_print

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2018″ verður haldin 18. – 22. apríl nk. og mun þetta árið verða tileinkuð 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnana. 

Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum.

Áhugasamir hafi samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, netfang bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

Með von um góðar undirtektir,

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar