16.11.2017 | Menningarmánuðurinn október – „ÁRVAKAN“ í Selfossbíó lau. 18.nóv. kl. 16:00

Forsíða » Fréttir » Menningarmánuðurinn október – „ÁRVAKAN“ í Selfossbíó lau. 18.nóv. kl. 16:00

image_pdfimage_print

Síðasti viðburður menningarmánaðarins október fer fram nk. laugardag í Selfossbíó kl. 16:00. Þá munu þeir Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir stýra „ÁRVÖKU“ í Selfossbíói en frítt er á viðburðinn. Árvaka er menningarhátíð Selfossbæjar og var haldin fyrst árið 1972 þegar bærinn fagnaði 25 ára afmæli. Viðeigandi er við þau tímamót sem 70 ára afmælið er að líta til baka og skoða með augum dagsins í dag þá atburði og fólkið sem mótaði Selfossbæ. Þorsteinn og Már munu fara yfir sögu Selfoss frá brúarsmíði og jafnvel lengra aftur og til dagsins í dag. Stiklað verður á stóru um söguna og frásögn þeirra krydduð með innskotum og upprifjunum valin kunnra Selfyssinga á Selfossi æsku sinnar. Myndefni er frá Gunnari Sigurgeirssyni sem hefur safnað í sarpinn miklu magni myndefnis sem gefur skemmtilega og lifandi mynd af bæ í sífelldri þróun. Eins og fyrr segir er frítt inn á viðburðinn og eru allir velkomnir. 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar