28.9.2018 | Menningarmánuðurinn október hefst í Árborg

Forsíða » Fréttir » Menningarmánuðurinn október hefst í Árborg

image_pdfimage_print

Menningarmánuðurinn október hefst nk. sunnudag í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka þar sem síðasta degi sumaropnunar er fagnað með laufléttri dagskrá milli kl. 11:00 og 18:00. Hver viðburðurinn af fætur öðrum mun síðan þekja októbermánuð og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Sérstök athygli er vakin á listasmiðju með Davíð Art í Sundhöll Selfoss en þar geta börn og unglingar tekið þátt í listsköpun eftir ákveðnum þemum sem tengjast umhverfi okkar og sýn á Sveitarfélagið Árborg. Smiðjurnar enda svo með sýningu á Hótel Selfoss. Frítt er inn á alla viðburði í menningarmánuðinum í boði Sveitarfélagsins Árborgar. 

Nánari dagskrá má sjá hér að neðan:

Dagskrá menningarmánaðarins október