17.10.2014 | Menningarmánuðurinn október – Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

Forsíða » Fréttir » Menningarmánuðurinn október – Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

image_pdfimage_print

Annað menningarkvöldið verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. laugardag 18.okt. kl. 20:00. Þar verður farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir starfsemi veitingastaðarins Rauða hússins. Það er Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir sem hafa tekið söguna saman í máli og myndum. Örlygur Benediktsson sem sett hefur saman Týrólaband mun síðan spila ljúfa tóna allt kvöldið fyrir gesti. Dagskráin hefst rúmlega 20:00 og stendur fram á kvöld. Allir velkomnir en frítt er inn á viðburðinn í boði Sveitarfélagsins Árborgar.