21.10.2014 | Menningarmánuðurinn október – Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

Forsíða » Fréttir » Menningarmánuðurinn október – Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

image_pdfimage_print

Menningarmánuðurinn október heldur áfram og sunnudaginn 26. okt. kl. 15:00 verður farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar. Viðburðurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson mun stýra samkomunni, Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur, fimleikadeild Umf. Stokkseyarar dansar og Hulda Kristín og Tommi spila og syngja. Dagurinn er tileinkaður Umf. Stokkseyri en farið verður í gegnum sögu félagsins frá upphafi og til dagsins í dag. Kvenfélagið á Stokkseyri mun síðan sjá um kaffiveitingar en hægt verður að kaupa þær gegn vægu gjaldi.