20.10.2014 | Menningarmánuðurinn október – vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » Menningarmánuðurinn október – vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Síðastliðið laugardagskvöld var haldið annað menningarkvöldið í október í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Setið var í öllum sætum í salnum sem taldi rétt um 100 manns. Þetta kvöldið var farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir einmitt veitingastaðinn Rauða húsið. Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson hafði tekið saman sögu Miklagarðs ásamt öðrum fróðleik sem tengdust sögu þess við Eyrarbakka. Kom hann þessu mjög vel frá sér og fóru líklega allir miklu fróðari út eftir kvöldið. Á milli kafla í fyrirlestri Magnúsar spilað Týrólaband Örlygs Benediktssonar fjölbreytta tónlist og tók salurinn vel undir í fjöldasöng þegar við átti. Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar stýrði dagskránni sem gekk mjög vel og endaði kvöldið með ljúfum tónum frá Týrólabandinu.