5.7.2017 | Móttaka ökutækja til afskráningar og förgunar í Árborg

Forsíða » Auglýsingar » Móttaka ökutækja til afskráningar og förgunar í Árborg

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Netparta ehf. um að taka við ökutækjum til afskráningar og förgunar sem áður komu til móttöku á Gámastöð Árborgar. Ekki er lengur tekið við ökutækjum á Gámastöð Árborgar. Á meðfylgjandi korti má sjá staðsetningu Netparta.
● Netpartar eru þjónustuaðili fyrir Úrvinnslusjóð og gegna hlutverki söfnunarstöðvar sbr. reglugerð 303/2008. Netpartar uppfylla öll starfsleyfisskilyrði móttökustöðvar fyrir ökutæki sem áformað er að farga, þ.m.t. samræmd starfsleyfiskilyrði vegna mengunarvarna, sbr. Iög 162/2002 um úrvinnslugjald og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

● Netpartar taka við ökutækjum til afskráningar og úrvinnslu í Sveitarfélaginu Árborg. Netpartar hafa milligöngu um greiðslu skilagjalds og gefa út skilavottorð.

Netpartar
Byggðarhorni 38,
801 Selfoss
Sími 486 44 99
netpartar@netpartar.is   
             Opnunartímar
Mán.-fim. kl. 8-17
Fös. kl. 8-16
LOKAÐ UM HELGAR 
   

 

SJÁ AUGLÝSINGU Í  pdf