8.3.2017 | Nemendur í BES færðu starfsfólki Ráhússins hamingjukrukkur

Forsíða » Fréttir » Nemendur í BES færðu starfsfólki Ráhússins hamingjukrukkur

image_pdfimage_print

Ráðhús Árborgar fékk afar góða heimsókn mánudaginn 6. mars sl. en það voru nemendur 3. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Heimsóknin var hluti af vettvangsferð og var hugmyndin að þessari ferð sú að nemendur fóru fyrst með jákvæð orð í nokkrar stofnanir við ströndina á baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember síðastliðinn. Þá kom sú hugmynd að láta hamingjukrukkurnar með jákvæðu orðunum flæða upp á Selfoss.

Ákváðu nemendur 3. bekkjar ásamt umsjónarkennara að láta verða af því og fóru með rútu á Selfoss. Þeir fóru á bókasafnið, í Ráðhúsið, á lögreglustöðina og skoðuðu einnig sjúkrabílana. Allar þessar stofnanir fengu hamingjukrukkur með jákvæðum orðum til að hafa til að mynda á kaffistofunni. Þau tóku síðan strætó heim. Þessi ferð var í alla staði skemmtileg, áhugaverð og fróðleg. Nemendurnir fengu að skoða, prófa og upplifa marga hluti. Starfsfólk Ráðhússins var ánægt með þessa heimsókn og ekki var verra að fá svona góðan boðskap frá börnunum og söng en þau fluttu frumsamið lag um þorpin við ströndina.

.