11.4.2018 | Nemendur í Setrinu í Sunnulækjarskóla fóru út að „plokka“

Forsíða » Fréttir » Nemendur í Setrinu í Sunnulækjarskóla fóru út að „plokka“

image_pdfimage_print

Nemendur úr Setrinu í Sunnuækjarskóla fóru út á dögunum og týndu rusl í nágrenni skólans. Þetta er hluti af þema Setursins á vorönn en það er flokkun og endurvinnsla. Í þematíma í síðustu viku fóru nemendur út og tíndu rusl í á skólalóðinni og þar í kring. Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög áhugasamir. Nóg var um rusl eins og sést meðfylgjandi mynd. Stefnan er tekin á að halda áfram að fegra umhverfið okkar og tína meira rusl. Framtíðar plokkarar hér á ferð.