Ný skólahverfi á Selfossi

Í tengslum við undirbúning að byggingu og stofnun nýs skóla í Björkurstykki var ákveðið að endurskoða skólahverfin á Selfossi. Það hefur nú verið gert eftir greiningarvinnu verkfræðistofunnar VSÓ. Fyrst í stað fara þau börn sem tilheyra nýja skólanum og innritast í grunnskóla skólaárið 2019-2020 í Vallaskóla. Gert er ráð fyrir að nemendur í dreifbýli sæki nýja skólann í framtíðinni. Þá er reiknað með að nemendur yngstu bekkjanna færist svo í nýjan skóla árið 2021 en það verður kynnt betur síðar. Meðfylgjandi mynd og yfirlit sýna vel skólahverfin þrjú.

Vallaskóli
Hverfi Vallaskóla afmarkast af:

 • Öllum svæðum norðan Fossvegar (norðan Móavegar), Fossheiðar, Grashaga, Háengis, Álftarima og Langholts

Allar götur innan hverfis:
Austurmýri, Austurvegur, Álftarimi, Árbakki, Árbæjarvegur vestri, Ártún, Árvegur, Bankavegur, Birkigrund, Birkivellir, Bæjartröð, Engjavegur, Eyrarbakkavegur, Eyravegur, Fagramýri, Fagurgerði, Fossheiði, Fossnes, Fosstún, Fossvegur, Furugrund, Grashagi, Grenigrund, Grænamörk, Grænuvellir, Hafnartún, Háengi, Heiðarvegur, Heiðmörk, Hellismýri, Hellisskógur, Hellubakki, Hjarðarholt, Hlaðavellir, Hrísholt Hrísmýri Hörðuvellir Jaðar,  Jórutún, Kirkjuvegur, Kringlumýri, LangamýriLangholt, Larsenstræti, Laugardælavegur, Laxabakki, Lyngheiði, Lækjarbakki, Mánavegur, Merkiland, Miðtún, Norðurtröð, Rauðholt, Reynivellir, Réttarholt, Selfossbæir, Selfossvegur, Seljavegur, Sigtún, Skólavellir, Sléttuvegur, Smáratún, Sóltún, Sólvellir, Stekkholt, Suðurlandsvegur, Suðurtröð, Sunnuvegur, Tryggvagata, Tröð, Tunguvegur, Vallartröð, Vallholt, Víðivellir, Þóristún, Þórsmörk

Sunnulækjarskóli
Hverfi Sunnulækjarskóla afmarkast af:

 • Háengi, Álftarima og Langholti í norðri
 • Starengi, Dælengi, Lágengi, Norðurhólum, Álfhólum, Dverghólum og Tröllhólum í vestri
 • Suðurhólum í suðri
 • Austurhólum í austriAllar götur innan hverfis:
  Aðaltjörn, Akraland, Álfhólar, Álftarimi, Ástjörn, Bakkatjörn, Baugstjörn, Dverghólar, Dælengi, Erlurimi, Fagrahella, Fífutjörn, Folaldahólar, Gauksrimi, Gráhella, Grundartjörn, Háengi, Hólatjörn, Hrafnhólar, Hraunhella, Hrauntjörn,  Kálfhólar, Kelduland, Langholt, Lágengi, Lóurimi, Miðengi, Móhella, Móland, Mýrarland, Nauthólar, Norðurhólar, Seftjörn, Seljaland, Sílatjörn, Smáraland, Snæland, Spóarimi, Starengi, Stekkjarland, Suðurengi, Suðurhólar, Tjaldhólar, Tryggvagata (fyrir neðan Norðurhóla), Tröllhólar, Urðartjörn, Vallarland, Vörðuland, Þrastarimi

Nýr skóli í Björkurstykki (nemendur sækja Vallaskóla fyrst í stað)

Hverfi nýs skóla afmarkast af:

 • Fossheiði og Grashaga í norðri
 • Kjarrmóa, Starmóa, Bleikjulæk, Eyrarlæk og Laxalæk í vestri
 • Suðuhólum í suðri
 • Kjarrhólum, Grafhólum, Birkihólum, Lambhaga, Laufhaga og Reyrhaga í austri
 • Nemendur sem búa í hinum gamla Sandvíkurhreppi og þ.m.t. Tjarnarbyggð

Allar götur innan hverfis:
Akurhólar, Álalækur, Berghólar, Birkihólar, Bleikjulækur, Dranghólar, Eyrarbakkavegur, Eyrarlækur, Eyravegur, Fífumói, Flugvöllur, Fossheiði, Fossvegur, Gagnheiði, Grafhólar, Grashagi, Hagalækur, Heimahagi, Hellishólar, Hraunhólar, Kerhólar, Kjarrhólar, Kjarrmói, Lambhagi, Laufhagi, Laxalækur, Lágheiði, Lyngmói, Melhólar, Móavegur, Nauthagi, Norðurhólar, Reyrhagi, Starmói, Suðurhólar, Tjarnarmói, Urðarmói, Úthagi, Vesturhólar